Þegar borgin er farin að leggja Orkuveitunni til fé er það í raun viðurkenning á að hún sé komin í þrot. Þetta er neyðarbjörgun.
Samkvæmt þessari grein í Viðskiptablaðinu eru skuldir Orkuveitunnar sem bera vexti 225 milljarðar króna – þar af eru 16 milljarðar á gjalddaga í ár.
Þetta eru rosalegar fjárhæðir.
Það er í raun lítið kikk að segja I told you so – en mér er samt minnisstætt þegar Orkuveitan var að kvarta undan fréttaflutningi af skuldastöðunni, það var árið 2009. Þáverandi stjórnarformaður var man ég sérstaklega móðgaður,
Það ár, nánar tiltekið í apríl, birti hinn skarpi orkubloggari, Ketill Sigurjónsson, þennan pistil um ofsalegt tap Orkuveitunnar. Líklega er rétt hjá honum að hann hafi verið afgreiddur sem tuð.