fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Úrslitaaðstaða Jóns og Ásmundar

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. mars 2011 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarnason styður ekki frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Þá er varla líklegt að Ásmundur Einar geri það heldur.

Það hefur verið sagt að við brotthlaup Lilju og Atla úr VG séu þeir félagar komnir í úrslitaaðstöðu. Það hefði verið fráleitt fyrir þá að fara úr flokknum.

Líf ríkisstjórnarinnar hangir hins vegar á bláþræði – og fer nú brátt að vera spurning um hvort hún komi yfirleitt einhverju í gegn nema að fá stuðning frá einhverjum í stjórnarandstöðunni.

Landbúnaðarráðherrann vil svo auðvitað ekki samþykkja neitt sem breytir einhverju í stjórnkerfi landbúnaðarins – en þar hefur farið fram, líkt og Ríkisendurskoðun bendir á, stórkostlegt framsal á valdi frá ríkinu til hagsmunasamtaka. Svo mjög að landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin eru eiginlega eitt og hið saman.

Þegar formaður Bændasamtakanna var spurður um þessa skýrslu hafði hann eiginlega ekki annað svar við henni en að hún væri „pólitík“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna