Ég endurbirti þennan pistil frá því um daginn – af gefnu tilefni:
— — —
Við sitjum uppi með ríkisábyrgð á bankainnlánum í topp.
Í gær átti ég samtal við mann sem þekkir til í bankakerfinu.
Hann sagði að þegar stefndi í hrun á Íslandi haustið 2008 hafi sumir verið fljótari en aðrir.
Þeir voru innvígðir í klíkur bankanna og vissu hvað klukkan sló.
Fóru að selja hlutabréf og taka fé sitt úr markaðssjóðum – sumu var komið úr landi, annað var sett inn á innlánsreikninga.
Sem svo voru tryggðir af ríkinu.
Afar handhægt.