Pólitískur skopmyndateiknari er ekki bara myndlistarmaður, hann er líka blaðamaður og pólitískur greinandi. Halldór Baldursson er allt þetta – hann er eins og ég hef áður sagt skopteiknari sem gæti sómt sér á heimsblaði.
Þessi mynd Halldórs sem birtist í Fréttablaðinu í dag sýnir hvað Halldór er hárbeittur. Hvað er sagt á ensku – a master at the top of his game.