Þetta hlýtur að vera hin endanlega móðgun frá hendi Breta – Ólafi Ragnari og Dorrit er ekki boðið í búðkaup Vilhjálms prins og Kötu Middleton.
Við gætum kannski brugðist við með því að stöðva allan fréttaflutning af brúðkaupinu til Íslands.
En það er líklega ekki hægt – þessi skelfilegu leiðindi munu vella út úr öllum fjölmiðlum í lok apríl.