fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Klofningur í klofningnum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. mars 2011 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er farið að hitna nokkuð undir Atla Gíslasyni í kjördæmi sínu á Suðurlandi. Atli er langt í frá óumdeildur maður í kjördæminu – og það er líklegt að þrýstingurinn á hann að segja af sér eftir brottförina úr þingflokki VG muni aukast. Varamaður Atla, sem hefur verið nokkuð mikið utan þings, er Arndís Sigurðardóttir. Hún hefur verið hollari flokksforystunni en hann.

Lilja Mósesdóttir hefur, ólíkt Atla, nokkuð fjöldafylgi – bakland sem hún gæti nýtt. En það er víst að líka verður þrýst á hana að hverfa af þingi. Varamaður Lilju er engin önnur en hin gamalkunna þingkona Kolbrún Halldórsdóttir. Hvað afstöðu mun hún taka ef hún sest á þing í fjarveru Lilju?

Annars verður forvitnilegt að sjá hvað Atli og Lilja gera. Tvö saman eru þau frekar veik á þingi, sitja ekki í nefndum, og hafa varla sama aðgang að fjölmiðlum og meðan þau voru í stjórnarliðinu.

Lilja hefur verið mikið í slagtogi með þingmönnum Hreyfingarinnar. En það er ósamstæðari hópur en marga grunar, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir eru til dæmis ekki fráhverf Evrópusambandinu.

Með brottför Lilja og Atla slitnaði í sundur andstöðuhópurinn innan VG sem hefur samanstaðið af þeim tveimur, Ásmundi Einari Daðasyni og að nokkru leyti Ögmundi Jónassyni, Jóni Bjarnasyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.

Þannig að kannski má tala um klofning í klofningnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi