fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinsson: Sleppið ESB, haldið áfram með breytingar á kvótakerfinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. mars 2011 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson, hagfræðingur í New York, skrifar orðsendingu til Samfylkingarinnar á vef Pressunnar. Þar fjallar hann um ofuráherslu hennar á ESB, sem sé að ganga af ríkisstjórninni dauðri. Jón telur að núverandi ríkisstjórnarmynstur sé það eina sem geti stuðlað að breytingum á fiskveiðistjórnuninni:

„Ágreiningurinn innan ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál virðist vera orðinn það alvarlegur að óvíst er um áframhaldandi líf stjórnarinnar. Varðandi flest mál hefur líf þessara ríkisstjórnar enga úrslitaþýðingu. Það verður áfram deilt um ESB, um skattkerfið, um velferðarkerfið, um stóriðju og virkjanir og margt fleira þótt þessi ríkisstjórn fari frá. En eitt grundvallarmál í íslenskum stjórnmálum deyr líklega fyrir fullt og allt ef þessi ríkisstjórn fellur. Það er sú hugmynd að útgerðarmenn eigi að greiða markaðsverð fyrir afnota af auðlindum sjávar. Ekkert annað ríkisstjórnarmynstur mun koma slíku í gegn.

Í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp innan ríkisstjórnarinnar á Samfylkingin að semja við VG upp á nýtt og gefa eftir ESB í skiptum fyrir glundroðalausan stuðning VG við nýtt markaðsvænt fiskveiðistjórnunarkerfi sem færir þjóðinni sanngjarnan skerf af auðlindaarðinum. (Til þess að tryggja þetta væri nauðsynlegt að sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis við iðnaðarráðuneyti gengi fljótt í gegn og Samfylkingin fengi forræði yfir sjávarútvegsmálunum.) ESB er svo stórt mál í hugum beggja flokka að líklega væri rétt að Samfylkingin fengi ýmislegt fleira í kaupbæti fyrir að lúffa með það mál. En það er aukaatriði.

Aðalatriðið er að ESB má bíða betri tíma. En sjávarútvegsmálin mega það ekki.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi