Jóhann Hauksson skrifar að ríkisstjórnin verði að víkja ef nei-ið sigrar í Icesavekosningunni, sama hverju lýst sé yfir núna.
Ég hef líka heyrt þetta innan úr herbúðum stuðningsmanna Samfylkingarinnar.
En þetta er skrítin lógík – því er lýst yfir hvað eftir annað að þetta snúist ekki um líf ríkisstjórnarinnar.
En ef málið fer á ákveðinn veg, þá á að taka snúning og þá er atvæðagreiðslan allt í einu orðin dómur yfir ríkisstjórninni.
Er þá ekkert að marka yfirlýsingarnar – eru þær bara svona taktískt tal?
Og er þetta ekki andstætt því sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði á blaðamannafundinum þegar hann synjaði lögunum staðfestingar og þeim hugmyndum sem nú eru uppi um aukið lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur?
Er kannski kominn tími til að hætta að yfirdramatísera Icesavemálið?