fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Hvað gæti gerst í kosningum?

Egill Helgason
Mánudaginn 21. mars 2011 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sem hafa tjáð sig hér á vefnum um brotthvarf Lilju og Atla úr þingflokki VG fussa og sveia yfir fjórflokknum og flokksræðinu sem sé allt að drepa á Íslandi.

Margir vilja að boðað sé til kosninga.

En hvað gætu kosningar haft í för með sér í þessu ástandi’

Líklega myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta mjög hlut sinn miðað við síðustu kosningar þegar hann beið afhroð. Hann myndi líklega þokast yfir 30 prósenti aftur.

Samfylkingin og VG myndu tapa einhverju – þó er ekki útilokað að annar hvor flokkurinn gæti að minnsta kosti unnið einhvers konar varnarsigur.

Fátt bendir til annars en að fylgi Framsóknarflokks myndi standa nokkurn veginn í stað.

Og Hreyfingin – hún hefur ekki verið að skora grimmt í skoðanakönnunum.

Þá er spurning um einhvers konar Gnarr-áhrif. Ný stjórnmálaöfl. Gamanið er óðum farið að kárna kringum Besta flokkinn svo varla yrði mikils að vænta af honum á landsvísu.

Gætu einhverjir aðrir flokkar litið dagsins ljós og náð árangri:

Nýr vinstri flokkur með Lilju Mósesdóttur í fararbroddi?

Nýr evrópusinnaður frjálslyndur flokkur á miðjunni?

Nýr þjóðernisflokkur?

Eða myndi fjórflokkurinn kannski bara halda tökunum áfram?

Best væri fyrir hann að boða til kosninga nokkuð skyndilega svo önnur öfl næðu ekki að skipuleggja sig, rétt eins og gerðist í kosningunum vorið 2009.

Því fáir þingmenn vilja þurfa að skiljast við sætið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi