Það hefur um nokkurt skeið verið í tísku að taka ljósmyndir af mótífum sem eru eiginlega engin mótíf. Einhvers konar and-mótíf.
Dieter Roth, svissneski listamaðurinn sem bjó lengi á Íslandi, var ótrúlega frjór maður.
Ef marka má þessa myndasíðu sem birtist á vef The Independent var hann frumkvöðull í þessu eins og mörgu öðru,.
Þetta eru brot úr safni Dieters af ljósmyndum, sem er feikistórt – þarna eru myndir af Reykjavík eins og hún var í eina tíð.