Mér finnst Icelandair að mörgu leyti ansi gott flugfélag.
Þ.e. ég er búinn að fljúga með félaginu alla ævi, maður finnur fyrir heimilislegri tilfinningu í vélunum.
Og er ekki sérlega hræddur um að hrapa.
Starfsfólkið er yfirleitt til fyrirmyndar – ég hef líka á tilfinnngunni að bæði flugmennirnir og vélarnar séu í góðu ástandi.
Það er hins vegar ekkert yfirmáta þægilegt að fljúga með Icelandair. Það er þröngt á milli sæta. Ég hef bara einu sinni á ævinni komið á Saga Class og það var vegna einhvers ruglings með sæti. Veitingarnar eru líka frekar lélegar, og nú þarf maður að kaupa þær – rétt eins og hjá lágfargjaldaflugfélögum.
Og flugmiðarnir eru hrikalega dýrir. Verða bara dýrari og dýrari.
Sem er líklega ein skýringin á þvi að félagið skilar svona góðri afkomu.