Það er merkilegt að Samkeppnisstofnun hafi fengið heimildir til að brjóta upp fyrirtæki sem hafa einokunarstöðu á markaði.
Þessi mál hafa fyrst og fremst verið rædd hér í tengslum við óþolandi stöðu Baugsveldisins. Það er liðið undir lok, en ekki hefur verið ráðist í að brjóta upp einokun þess á matvörumarkaði.
Hún hefur verið slíka að um algjört kverkatak er að ræða. Allir þurfa að beygja sig og bukka fyrir einokunarvaldinu. Samkeppni er í skötulíki.
Á fleiri sviðum á Íslandi hefur ríkt fákeppni eða einokun – þetta hefur verið hálfgerð plága í okkar litla samfélagi. Það eru til lög sem er hægt að beita gegn fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu, en þau hafa ekki virkað vel.
Ég vil benda á viðtal sem ég tók við Friðrik G. Friðriksson, fararstjóra og fyrrverandi kaupmann, í Silfrinu í október 2009. Þar líkti hann verslunareinokun við einræði.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Qk6R44cMYBs]
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=-grXJLFBgkg&feature=related]