Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um bækur um myndlist sem hafa komið út að undanförnu.
Þetta eru bækur eftir listamenn eða með verkum listamanna – þar má nefna Guðjón Ketilsson, Tolla, Harald Jónsson, Ragnar Kjartansson, Einar Fal Ingólfsson og Karl Kvaran.
Allir í leik heitir verk í tveimur bindum eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Þetta er rannsókn Unu á söngvaleikjun barna og byggir á viðtölum við ótal heimildamenn. Una verður gestur í þættinum.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson fjalla um endurútgáfu á Fátæku fólki eftir Tryggva Emilsson og Skólaljóðin, bókina sem var kennd í barnaskólum um árabil, en hefur nú verið gefin út á ný í stóru upplagi.
En Bragi Kristjónsson minnist skáldsins og þýðandans Hallbergs Hallmundssonar sem lést fyrir stuttu.