fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðaratkvæði um kvótann blasir við

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. febrúar 2011 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla gæfulegt að blanda saman kosningum um Icesave og kosningum til Stjórnlagaþings.

Nógu er flækjustigið í Icesavemálinu hátt.

Stjórnlagaþingskosningin útheimtir vandaðan og góðan undirbúning. Mistök frá því í kosningunum mega ekki endurtaka sig.

Þá á ég ekki við það sem Hæstiréttur notaði til að ógilda kosninguna – rök réttarins voru mörg afskaplega klén.

Heldur frekar aðdraganda kosninganna og kynningu á frambjóðendum sem var alls ekki nógu góð.

Þessu er varla hægt að flýta – jafnvel þótt mörgum þyki sýnt að ekki megi tefja mikið að breyta ýmsum greinum stjórnarskrárinnar.

Annars getur vel verið að fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur séu á döfinni.

Ný skoðanakönnun sýnir að 70 prósent þjóðarinnar eru andsnúin núverandi stjórnkerfi fiskveiða.

Einhvern tíma hlýtur ríkisstjórnin að taka af skarið og reyna að koma í gegnum þingið frumvarpi til að breyta kerfinu. Hún getur ekki heykst á því miklu lengur. Þetta mun valda miklum deilum, bæði á þingi og úti í samfélaginu.

Það hefur verið tekist á um samningaleið svokallaða, fyrningarleið og svo hefur hópur fólks af Vestfjörðum lagt fram sínar tillögur.

Miðað við þá stöðu sem er uppi í stjórnkerfinu virðist einsýnt að það fari í þjóðaratkvæðagreiðslu á einhverjum tímapunkti – þá líklega fyrir tilstuðlan forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna