Orianna Fallaci var ítölsk blaðakona sem var á hápunkti frægðar sinnar á árunum milli 1970 og 1980. Þá tók hún fræg viðtöl við menn eins og Yasser Arafat, Henry Kissinger og Ajatolla Khomeini.
Kissinger lýsti viðtalinu við Fallaci sem miklum mistökum, hann gleymdi sér alveg og lýsti sjálfum sér sem kúreka sem ríður inn í sólarlagið. Í viðtalinu við Khomeini reif Fallaci af sér blæjuna sem henni hafði verið skipað að bera.
Þetta var umdeild kona, en vissulega kjarkmikil.
Eitt frægasta viðtal hennar var við Moammar Gaddafi, einræðisherra í Líbýu. Hún sagði síðar að hann hefði verið sá heimskasti sem hún hefði hitt.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=syCLw-Kh9z4]