Hrafn Gunnlaugsson notar tækifærið á Edduhátíð og segir Ólafi Ragnari Grímssyni að hann eigi ekki að skrifa undir Icesave.
Þetta eru furðulegir dagar þegar beðið er stórrar ákvörðunar sem byggir eingöngu á huglægu mati eins manns – og svo eru aðrir að reyna að ganga í augun á honum.
Í dag kom fram að það hefði verið mishermt að Lee Buchheit teldi að best væri að Icesave færi fyrir dómstóla. Undireins breyttist Buchheit úr hetju í skúrk og fær nú þá einkunn hjá Jóni Val Jenssyni að hann sé lygari.
Læknirinn Hans Jakob Beck skrifar þessa hugvekju um stöðu forsetans.