fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Ósamstæð Framsókn

Egill Helgason
Föstudaginn 18. febrúar 2011 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallur Magnússon segir að hann hafi ekki fengið að halda fund „frjálslyndra miðjufólks“ höfuðstöðvum Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hallur gekk reyndar úr flokknum fyrir nokkru, en í honum slær framsóknarhjarta. Um leið er hann Evrópusinnaður.

Framsókn er ekki gefinn mikill gaumur þessa dagana. Það er næstum eins og flokkurinn sé gleymdur. Flokksmenn vekja stundum athygli á sér fyrir framgöngu í stjórnarandstöðu, en fáir virðast íhuga hvert Framsóknarflokkurinn – þetta aldraða stjórnmálaafl – er að stefna.

Flokkurinn virkar einkar ósamstæður. Formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, virkar í ýmsum málum eins og hann gæti sem hægast verið í Sjálfstæðisflokknum, og þess vegna í hægri armi hans. Hann er sagður vera nokkuð handgenginn Guðna Ágústssyni, en helstu samherjar hans í þingflokknum eru Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson sem bæði eru mjög herská í þingsal og hatrammir andstæðingar ESB.

Á hinum endanum er svo Guðmundur, sonur Steingríms og afadrengur Hermanns. Genetískt á hann tilkall til að leiða flokkinn, en hann er tortryggður vegna þess að hann var í Samfylkingunni og á marga vini þar. Í raun verður ekki betur séð en að hann hafi álpast inn í rangan félagsskap.

Sagt er að Siv Friðleifsdóttir sé að leita leiða til að komast út úr pólitíkinni – hún er yfirlýstur Evrópusinni – og Birkir Jón Jónsson hefur líka verið Evrópumegin í flokknum.

Svo má nefna Eygló Harðardóttur sem tekur gjarnan fram að hún sé samvinnukona. Það er reyndar hressandi, það mætti gjarnan vekja umræður um samvinnuformið. Því þótt sagt sé að það hafi gengið sér til húðar með SÍS, þá eru svo fjölmörg önnur rekstarform sem hafa líka reynst meingölluð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin