Víða um heim hefur fólk spurt mig um Sigurrós.
Mér fannst athyglisverðast þegar eldri kona í búð á Krít fór að tala við mig og kom upp úr dúrnum að hún var aðdáandi Sigurrósar. Hún var alls ekki týpan, hefði maður haldið.
Ég hef gefið erlendum vinum mínum diska með hljómsveitinni og allir verða hrifnir. Þar á meðal er fólk sem ég þekki í Ameríku og telst vera „í bransanum“.
Það er gaman að sjá Jónsa taka við norrænu tónlistarverðlaununum úr hendi norska prinsins.
Sjá fréttina á vef TV2 í Noregi.