fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur við Faxafen, Guðni jógameistari og íslensk stuðlasetning

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. febrúar 2011 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld segir Bragi Kristjónsson frá Ólafi Friðrikssyni, sósíalista og baráttumanni. Á efri árum fór Ólafur að skrifa spennusögur undir nafninu Ólafur við Faxafen, meðal annars bókina Allt í lagi í Reykjavík.

Guðni Gunnarsson jógameistari segir frá bók eftir sig sem er nýútkomin, hún nefnist Máttur viljans og kennir meðal annars hvernig fólk geti náð stjórn á hugsunum sínum í æðibunugangi hversdagsins.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir frá doktorsritgerð sinni sem nefnist Tólf alda tryggð. Bókin segir frá notkun stuðla í íslenskum kveðskap allt frá 9. öld og fram til Þórarins Eldjárns og Þorsteins frá Hamri. Ein niðurstaða Ragnars er að stuðlasetningin hafi tekið furðu litlum breytingum.

Flutt verður ljóð eftir Kristínu Jónsdóttur sem er glæstur fulltrúi íslenskrar ljóðahefðar. Ragnar átti mikinn þátt í að koma ljóðabók hennar, Bréfum til næturinnar, á prent.

Þorgerður E. Sigurðardóttir og Haukur Ingvarsson fjalla um Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson og nýútkomið safn með ljóðum og myndum eftir Jónas E. Svafár.

OlafurÓlafur Friðriksson skrifaði spennusöguna Allt í lagi í Reykjavík undir höfundarnafninu Ólafur við Faxafen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“