fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Niðurskurður í skólum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. febrúar 2011 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök foreldra, kennarar og skólastjórnendur geta ekki fellt sig við niðurskurð í grunnskólunum. Ég á dreng í grunnskóla og mér eru að berast harðorðar yfirlýsingar vegna niðurskurðartillagnanna.

Það er úr vöndu að ráða.

Menn þurfa að skoða nokkur atriði.

Þarf að skera niður á þessu skólastigi? Er það óhjákvæmilegt? Er staða borgarsjóðs svo slæm?

Ef svarið er já – þá hljótum við að eiga heimtingu á að umræðan sé málefnaleg, fari ekki bara fram í upphrópunum.

Það hafa verið færð góð rök fyrir því að flatur niðurskurður sé slæmur. Hann muni gera allt skólastarfið slappara. Flatur niðurskurður er að nokkru leyti leið hins huglausa – þess sem þorir ekki að takast á við hinn raunverulega vanda.

Þá er spurningin hvernig er hægt að endurskipuleggja hlutina – hvað er hægt að fella burt?

Það hefur verið bent á að það sé mögulegt að stytta skólaárið aðeins án þess að af því hljótist sérstakur skaði – sem foreldri skóladrengs held ég að það sé rétt. Því miður gengur of mikið af skólastarfinu og starfinu á frístundaheimilum út á að hafa börnin í vistun, geyma þau á vísum stað meðan foreldarnir eru í vinnu.

Það hefur verið rætt um kjarasamninga kennara og starfskjör þeirra – að þau séu alltof flókin og að það sé erfitt við þau að eiga þegar ráðist er í endurskipulagningu.

Svo er spurningin um að taka einhvern þátt út úr skólastarfinu, eitthvað sem má helst missa sín.

Mér var bent á sundkennsluna. Grunnskólabörn fara í sundkennslu á hverju ári. Í kringum sundið er mikill akstur, rútur fara með börn til og frá skólum. Þar sem ég þekki til eru aðeins hálfur bekkurinn í sundi í einu – það þýðir að hinn helmingurinn nýtur kennslu á meðan. Þetta er mjög kostnaðarsamt.

Börn þurfa auðvitað að læra að synda – en þetta er fyrirkomulag sem mætti hugsanlega endurskoða. Hérlendis er sundlaugar út um allt, mætti hugsa sér að hafa sundnám á öðrum tíma og að foreldrar bæru meiri ábygð á að koma börnunum þangað?

Það hefur líka verið talað um skólamatinn. En við getum varla boðið börnum upp á að vera í skóla og síðan á frístundaheimili í 8-9 tíma á dag án þess að þau fái almennilegan mat. Hins vegar er hætt við því að ef farið er að skera niður um einhver prósent í skólamatnum þá verði hann óboðlega vondur – og er hann alls ekki til fyrirmyndar eins og er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“