fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfstraust framherjans

Egill Helgason
Mánudaginn 14. febrúar 2011 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir drengja út um allan heim stefna að því að verða atvinnuknattspyrnumenn. Ég segi drengja – því knattspyrnuferill stúlkna er allt öðruvísi. Þær fá ekki ofurlaun og oft stunda þær háskólanám meðfram fótboltanum – ná sér semsagt í góða menntun. Það á ekki við um drengina.

Fótboltinn er harður heimur. Örfáir ná alla leið, verða moldríkar stjörnur og geta lifað af því allt sitt líf. Þeir eru fleiri sem komast kannski ekki lengra en rétt svo meistaraflokk á Íslandi þrátt fyrir allt erfiðið – þrotlausar æfingar og ástundun.

Ferillinn er heldur ekki langur, fótboltamaður telst góður ef hann er enn að spila í efstu deild þegar hann er 35 ára. Tíminn á toppnum er varla nema svona 15 ár.

Og það eru margir óvissu- og áhættuþættir, meiðsl, álag, röng þjálfun, og svo er það andlega hliðin.

Í dag var tilkynnt að brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo væri hættur. Hann er 34 ára.

Ronaldo var um tíma talinn besti fótboltamaður í heimi. Litlir drengir gengu í gulum Brasilíutreyjum með nafni hans.

Svo kom eitthvað fyrir Ronaldo, hann missti sjálfstraustið. Var í raun aldrei samur eftir. En hann átti líka við meiðsli að stríða.

Það er til bók eftir Peter Handke sem nefnist Ótti markmannsins við vítaspyrnu – Wim Wenders gerði samnefnda kvikmynd.

En það er líka hægt að tala um óttta framherjans. Þeir eru ýmsir framherjarnir sem hafa misst máttinn og hætt að skora.

Frægt dæmi er til dæmis Michael Owen, annar er Andrei Sevtsjenko – og svo er það Fernando Torres.

Við sáum hann í HM í sumar, þar fór leikmaður sem var búinn að missa sjálfstraustið – þegar framherjar eiga í hlut er undir hælinn lagt að þeir fái það aftur. Gæti verið að Chelsea hafi gert vitleysu þegar félagið keypti þennan leikmann?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“