fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Konungdæmi án kórónu

Egill Helgason
Mánudaginn 14. febrúar 2011 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur vinur minn, Jacques Mer, var eitt sinn sendiherra á Íslandi. Eftir að hann lét af störfum skrifaði hann heilmikið um íslensk málefni. Hann býr nú í Lille, en illu heilli er þessi gáfaði og kraftmikli maður orðinn heilsuveill.

Meðal þess sem Jacques Mer velti fyrir sér var forsetaembættið íslenska.

Þá var Vigdís Finnbogadóttir ennþá forseti og það var orðin hefð, allt frá dögum Ásgeirs Ásgeirssonar að alvöru kandídatar byðu sig ekki fram á móti sitjandi forseta.

Mer hugleiddi hvers konar embætti þetta væri þá og stakk upp á því að þetta væri nokkurs konar konungdæmi án kórónu – Vigdís væri semsagt reine sans couronne.

Þessi hefð hefur haldið áfram. Enginn hefur nokkurn tíma boðið sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni sem gæti átt nokkra möguleika á að sigra hann. Framboðin á móti honum hafa verið skrítin og sérviskuleg.

Forsetar eru kjörnir í lýðræðislegri kosningu, en það þykir óeðlilegt að bjóða fram gegn þeim. Það er ákveðin þversögn.

Ég held að þetta hljóti að vera nokkuð einstætt. Í Finnlandi situr forseti sem hefur meiri völd en íslenski forsetinn, seta hans er bundin við tvö sex ára kjörtímabil. Í Þýskalandi kýs þingið forseta, hann er einungis tákrænn og má sitja í tvö fimm ára tímabil. Írar hafa forseta, hann hefur táknrænt hlutverk, og má sitja í tvö sjö ára tímabil.

Við getum síður borið okkur saman við önnur nágrannalönd, Norðurlöndin utan Finnlands og Íslands eru konungdæmi – þar sem kóngafólkið er algjörlega valdalaust – en í Frakklandi situr forseti sem hefur svipuð völd og forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“