fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Stöðnun?

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. febrúar 2011 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn frá sirka 1990 og fram að hruninu er að mörgu leyti glataður tími. Menn stærðu sig af miklum efnahagsframförum, en í raun voru þær knúðar áfram af lánaþenslu.

Ójöfnuður fór vaxandi, fjármálamenn urðu ofurríkir og náðu kverkatökum á vestrænu samfélagi.

Lítilþægir stjórnmálamenn létu gott heita – þeir voru fyrst og fremst þjónar fjármálavaldsins eða höfðu ekki hugmyndaflug til að sjá út fyrir rétttrúnað samtímans. Hugmyndfræðin gekk út á markaðurinn myndi leysa öll vandamál af sjálfu sér – það reyndist vera tálsýn.

Það er ekki hægt að fara lengra á þessari braut. Það er ekki mögulegt að skuldsetja einstaklinga, heimili, fyrirtæki og ríki meira en orðið er. Það er ekki sátt um að flytja inn fleiri útlenda verkamenn til að vinna lélegu störfin – og svo er búið að útvista miklu af framleiðslunni til ríkja þriðja heimsins.

Það hafa reyndar orðið miklar tækniframfarir, internetið hefur litið dagsins ljós og breytt samskiptavenjum fólks. En vandinn er hins vegar sá að þessi nýja tækni skapar ekki endilega mörg störf. Atvinnuleysi er mikið í Evrópu og í Bandaríkjunum er sagt að það sé í raun meira en 20 prósent. Það gengur mjög erfiðlega að skapa ný störf. Í rauninni ríkir stöðnun – og þá má ekki gleyma því að 19. öldin og 20. öldin voru tími uppfinninga eins og rafmagnsins, símans og bifreiðarinnar – uppgötvana sem breyttu lífinu meira en internetið.

Nú eru að verða miklar efnahagsframfarir í löndum eins og Kína og Brasilíu – en í raun má segja að þessi lönd séu loks að færa sér í nyt eldri tækninýungar, það eru ekki uppgötvanir síðustu tveggja áratuga sem þar skipta sköpum.

Will Hutton fjallar um þetta í grein sem birtist í The Observer, vitnar þar í bók sem virðist vera mjög áhugaverð. Höfundur hennar er Tyler Cowen og bókin nefnist The Great Stagnation, How America Ate All the Low-Hanging Fruit of Modern History, Got Sick and Will (Eventually) Feel Better.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“