Í færslu fyrr í dag var fjallað um tækniþróun.
Það er stundum sagt að fátt eldist verr en hugmyndir manna um framtíðina.
Donald Fagen úr hjómsveitinni Steely Dan gerir þessu skil í lagi sem nefnist I.G.Y. Það er stytting fyrir International Geophysical Year. Þetta var árin 1957 til 1958. Tími þegar geimferðir voru í burðarliðnum og tækniafrek voru dásömuð.
Lagið fjallar um heim þar sem fólk þarf ekki lengur að vinna, sinnir hugðarefnum sínum, skemmtiferðir eru hafnar til annarra hnatta, lestir ferðast neðansjávar.
Raunveruleikinn er svolítið annar. Tæknin hefur ekki forðað okkur frá vinnunni. Og ferðalög út í geim eru fjarlægur draumur.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=SqUU-GCuppo]