fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Danmörk og innflytjendurnir

Egill Helgason
Laugardaginn 12. febrúar 2011 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur sem er búsettur í Danmörku sendi þessa athugasemd:

— — —

„Held að þú verðir að gera greinarmun á umræðunni og því sem hinum almenna Dana finnst. Sjálfur bý ég í Danmörku og ég ekki séð að frjálslyndi í garð innflytjenda sé horfið, megin þorri fólks horfir sem betur fer með þokkalega skynsömum augum á þessi mál.

Ástæðan fyrir því að innflytjendamál eru svona ofarlega á baugi skýrist af uppbyggingu stjórnmálanna, sérstaklega þeirri staðreynd að stjórnarmyndanir „yfir miðjuna“ eru óhugsandi í Danmörku. Hægri flokkunum tekst einfaldlega ekki að mynda stjórn nema hún sé í það minnsta varin vantrausti af Dansk Folkeparti, af þessu leiðir að oft á tíðum gefa Venstre og Konservative eftir gagnvart DF til þess að koma málum í gegn.  Á þetta spilar DF og það er í rauninni „aðdáunarvert“ hvernig þeim tekst alltaf að finna innflytjenda-flöt á nánast öllum málum. Það sem meira er, að V og Kon verða vegna þessa að líða DF að tala svona herskátt um innflytjendamál, af þeirri einföldu ástæðu að DF hefur líf ríkisstjórnar þeirra í hendi sér. Stundum fá einstaka stjórnmálamenn innan V og Kon nóg og svara DF fullum hálsi, en það verður sjaldan meira úr því en það og vekur þar að auki takmarkaða athygli. Innflytjendamál eru ekki einangrað svið sem lifir sjálfstæðu lífi heldur snerta þau nánst öll velferðarmál. Niðurstaðan verður því miður sú að retorík a la Dansk Folkeparti fær þess vegna að þrífast í fjölmiðlum en á sér kannski ekki samsömun í skoðunum hins venjulega Dana.

Síðan er hin hliðin á málinu og hún er að DF er að sækja fylgi í kjarnafylgi stóru vinstri flokkanna, fyrst og fremst SF en einnig hjá krötunum. Hér á ég við ófaglærða og iðnaðarmenn á landsbyggðinni, þá sérstaklega í miðlungsstórum þéttbýlissvæðum. Þannig að af ótta við að missa fylgi hinna minna menntuðu, þá taka SD og SF þátt í leiknum. Einu flokkarnir sem nánast mótmæla DF-pólitíkinni algjörlega eru Radikale og Enhedslisten.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“