Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um Íslensku bókmenntaverðlaunin en þau voru veitt í dag Bessastöðum. Verðlaunahafarnir, Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson, verða gestir í þættinum.
Við fjöllum um stórmerkilegt rit sem nefnist Alheimurinn, það er íslensk útgáfa á enskri bók sem lýsir alheiminum eins og hann lítur út miðað við nýjustu uppgötvanir í stjarnvísindum.
Þorgerður E. Sigurðardóttir og Haukur Ingvarsson fjalla um þýðingar á Lé konungi og Ofviðrinu eftir Shakespeare, Þórarinn Eldjárn þýddi Lé en Sölvi Björn Sigurðsson Ofviðrið. Þau ræða líka um hinar klassísku barnabækur um Múmínálfana, en nú er verið að endurútgefa þær.
Bragi Kristjónsson talar um Gunnar Benediktsson, prest, kommúnista og rithöfund.