Tölvumaður sem ég hitti í morgun skoðaði með mér myndir af tölvunni sem á að hafa verið að njósna um Alþingi en þær birtust í Mogganum í morgun.
Fyrsta orðið sem tölvumaðurinn notaði var „low tech“, hann sagði að þetta væri mjög frumstæður búnaður og í raun væri eins og menn „vildu“ að hann fyndist.
Í Morgunblaðsgreininni er gerð grein fyrir því sem þessi tölva getur – tekið fram hversu fullkomin hún er. Það sem er nefnt því til sönnunar er að hún hafi:
Tölvupóst, ritvinnsluforrit og að hún hafi búnað til að leita að netkerfi.
Með einhverjum hætti er svo búið að þvæla DV inn í þetta mál – maður bíður eftir að fá heyra meira um það.