fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hvernig á að útfæra samningaleiðina?

Egill Helgason
Mánudaginn 31. janúar 2011 23:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson hagfræðingur í Bandaríkjunum veltir því fyrir sér í pistli á Pressunni hvað væri eðlilegt auðlindagjald ef svokölluð samningaleið verður farin. Því varla er hugmyndinn með þessari leið að afnotin af auðlindinni verði framvegis nánast ókeypis – og það til 65 ára eins og LÍÚ hefur lagt til.

Jón skrifar meðal annars:

— — —

„Næst koma væntanlega falsrökin um að fyrning aflaheimilda muni valda öðru bankahruni. Í því sambandi má ég til að minnast á það að afkoma sjávarútvegarins er ekki verri en svo að eigið fé fyrirtækja í greininni hækkaði um 86 ma.kr. milli áranna 2008 og 2009. Og hreinn hagnaður greinarinnar var 28 ma.kr. árið 2009. Sjávarútvegurinn á því vel að geta staðið undir 8% fyrningu aflaheimilda og endurleigu með uppboði. Slíkt fyrirkomulag myndi leiða af sér stighækkandi greiðslur greinarinnar fyrir veiðiheimildir. Greiðslurnar fyrsta árið yrðu um 1 ma.kr en myndu smám saman hækka í 15 ma.kr.

En gott og vel. Það er alveg hægt að útfæra samningaleiðina þannig að þjóðin fái sanngjarnan skerf af auðlindaarðinum.

Hvað er sanngjarn skerfur fyrir þjóðina? Eigum við að segja 50%? Það er sama hlutfall og myndi renna til þjóðarinnar ef kvótinn væri fyrndur um 8% á ári.

Það vill svo vel til að Hagstofan hefur til margra ára reiknað og birt tölur sem eru ágætis mælikvarði á auðlindaarðinn. Hagstofan tekur verga hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) og dregur frá 6% árgreiðslu (e. implied cost of capital). Samkvæmt þessum mælikvarða var auðlindaarðurinn 45 ma.kr. árið 2009. Til þess að þjóðin hefði fengið helming arðsins hefði auðlindagjaldið þurft að vera 22,5 ma.kr árið 2009.

Ef ríkisstjórnin vill fara þá leið að semja um auðlindagjald í stað þess að bjóða upp veiðiheimildir er rétta leiðin að miða auðlindagjaldið við verga hlutdeild fjármagns að frádreginni 6% árgreiðslu (eða ef til vill 8% ef hún vill vera gjafmild). Og ef sanngjarnt hlutfall fyrir þjóðina er helmingur þá á auðlindagjaldið að nema 50% af þessari stærð ár hvert.

(Árgreiðslan er dregin frá vergri hlutdeild hagnaðar til þess að fyrirtækin fái fyrst að halda eftir eðlilegum arði af þeim framleiðslutækjum sem þau leggja til rekstrarins (skipum, frystihúsum, o.s.fr.) áður en byrjað er að leggja á auðlindagjald. Síðan myndu þau einnig fá 50% af því sem er umfram það og þjóðin hin 50%-in.)

Þess má geta að ríkisstjórn Ástralíu lagði fyrir nokkru til að tekið yrði upp auðlindagjald í námugeiranum þar í landi af nákvæmlega þessari gerð (50% af „ofurhagnaði“, þ.e. vergi hlutdeild fjármagns að frádreginni árgreiðslu). En hagsmunasamtök þar í landi hafa haft betur enn um sinn.

Það má raunar færa fyrir því rök að samningaleið á þessum nótum sé betri kostur en fyrningarleiðin. Helsta hættan við fyrningarleiðina er víðtækt samráð útgerðarfyrirtækja í uppboðinu. Slík hætta er ekki fyrir hendi með auðlindagjaldi. Hættan á því að Sjálfstæðiflokkurinn lækki auðlindagjaldið þegar hann kemst næst til valda er hins vegar meiri. Og þar að auki nær slík samningaleið ekki öðrum vinsælum markmiðum eins og t.d. að takmarka brask. Leigutilboðsleiðin nær hins vegar því markmiði án þess að hagkvæmni í greininni sé fórnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin