Ég hef verið að lesa merkilega bók, A People´s History of the United States, eftir blaðamanninn og sagnfræðinginn Howard Zinn.
Þarna er saga Bandaríkjanna sögð að neðan, frá sjónarhóli alþýðufólks, og fjallað um sókn þess eftir bættum kjörum, fátækt, lífsbaráttu, kúgun.
Goðsagan um Bandaríkin segir frá frjálsbornum mönnum sem stofnuðu þjóð og samfelldri framfarasókn upp frá því. En sagan er ekki svo einföld.
Það er merkilegt hvað gjaldið sem indíánar, blökkumenn og snauðir innflytjendur þurfu að greiða var hátt.
Og hvað forréttindahópar eins og stórbændur á sínum tíma, þrælahaldarar, olíubarónar, Wall Street-kapítalistar og vopnaframleiðendur hafa haft geysilega mikil ítök gegnum sögu þessa merka ríkis – og hvað þeim hefur verið ósýnt um að sleppa forréttindum sínum.