Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í fréttum Stöðvar 2 að það sé komin sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem allir sem „skipti máli“ séu sammála um. Í næstu orðum gerir hann þó grein fyrir því að í raun er engin sátt:
„Sáttin felst í því að útfæra samningaleiðina sem að allir sem einhverju máli skipta voru sammála um að fara í september síðastliðnum. Það er búið að ná samkomulagi um grundvallarbreytingu á fiskveiðistjórnarkerfinu sem felst í svokallaðri samningaleið þar sem forræði ríkissins er algerlega viðurkennt. Þjóðin á auðlindina. Það er engin að deila um það en spurningin er hins vegar um það hvernig eigi að útfæra nýtingu á þessari auðlind.“
Endurtekið:
„Spurningin er hins vegar um það hvernig eigi að útfæra nýtingu á þessari auðlind.“
Um það er engin sátt. Eða hvað?