Það hefur verið tekið til þess að Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafi færst nær hvor öðrum í seinni tíð. Áður var milli þeirra fullt hatur. Nú hefur það jafnvel komið fyrir að Mogginn hrósar forsetanum.
En þeir eru þó ekki alveg sammála um allt.
Davíð skrifar Staksteinapistil í dag og segir að allt sem ríkisstjórnin geri sé klúður á klúður ofan.
Ólafur Ragnar er hins vegar á fundi í Davos og segir að hér sé allt á uppleið, landið sé á hröðum batavegi og staðan sé miklu betri en nokkur þorði að vona.