fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Málefnaleg umræða óskast

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. janúar 2011 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið verið talað um að vanti framtíðarsýn í íslensk stjórnmál. Hrunið sannar það eiginlega – við vorum alltaf bundin við eitthvað sem átti að gera okkur snöggrík, DeCode, Kárahnjúkavirkun, drauminn um Ísland sem fjármálaparadís.

Stjórnmálin eru heldur ekki þannig að þau bjóði upp á langtímahugsun – stjórnmálamenn sækjast eftir endurkjöri á fjögurra ára fresti og til að svo megi vera telja þeir affarasælast að spila með liðinu.

Maður sér víða á netinu að farið er ófögrum orðum um Sóknaráætlun 2020 sem er nýlega búið að kynna. Samt hefur maður í rauninni ekki séð neina málefnalega gagnrýni á hana, það er eiginlega bara fullyrt að þetta sé marklaus og langdreginn orðavaðall.

Svo er í rauninni ekki, þetta er frekar stutt og hnitmiðað plagg – og það er meira að segja passað upp á að taka fram undir hvaða ráðuneyti hvert verkefni heyrir.

Nú má vel vera að ekkert verði úr þessari áætlun – það fer eftir stjórnmálamönnunum sjálfum – en það er fráleitt að lasta þessa tilraun. Sóknaráætlunin er vel einnar messu virði og sjálfsagt að ræða málefnalega það sem er sett fram í henni fremur en að láta allt leysast upp í fýlutuð.

Íslendingar þurfa að gera meira af því að vinna eftir framtíðarstefnu sem byggir á einhverri hugsun, frekar en bara skammtímareddingum.

Hér eru tvö dæmi úr Sóknaráætluninni, annars vegar hvað varðar velferð, þekkingu og sjálfbærni, hins vegar hvað varðar þróun efnahagsmála:

— — —

Til þess að fylgjast með hvernig Íslandi miðar í þá átt að verða öflugt samfélag sem byggir á varanlegri velferð, þekkingu og sjálfbærni eru sett eftirfarandi 15 hlutlæg markmið til tíu ára.

1.    Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 6,9% í 5,7% árið 2020.
2.    Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020.
3.    Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020.
4.    Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020.
5.    Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum hækki úr 64 árið 20099 í 72 árið 2020.
6.    Að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20‐66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020.
7.    Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins.
8.    Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum.
9.    Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020.
10.    Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt.
11.    Að Ísland taki að sér sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020.
12.    Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011.
13.    Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti.
14.    Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020.
15.    Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.

Efnahags og þróunarmarkmið þurfa að verða að vera skýr, auðmælanleg og skiljanleg. Jafnframt er gagnlegt að setja þau í samhengi við árangur annarra þjóða. Efnahags‐ og þróunarmarkmiðin eru:

1.    Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020.
2.    Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst.
3.    Vextir (skammtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir.
4.    Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna (HDI) fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu þjóða.
5.    Að vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætíð sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing