Hér er viðtal við Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, sem sýnt var í Silfri Egils á sunnudaginn. Í viðtalinu ræddum við um lýðræði, stjórnmálaflokkana, atvinnupólitíkusa, embættisráðningar og stjórnarskrármál og stjórnlagaþingið.
Mikael er Bandaríkjamaður að uppruna, fæddur í New York, er með doktorspróf frá Brandeisháskóla, en hefur búið á Íslandi síðan 1973. Hann var í framboði til Stjórnlagaþings, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Lára Hanna klippti efnið og setti á YouTube, ég kann henni þökk fyrir.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=JiLFPOUsgsY]