fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Öldungur boðar uppreisn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. janúar 2011 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi gamli maður er orðinn stórstjarna í Frakklandi. Hann er fæddur í fyrri heimsstyrjöldinni, árið 1917. Hann heitir Stéphane Hessel, var diplómati, tók þátt í störfum andspyrnuhreyfingarinnar, er með æðstu heiðursmerki Frakklands, og var einn af höfundum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna árið 1948. Að uppruna er hann Þjóðverji, faðir hans, rithöfundurinn Franz Hessel, er sagður hafa verið fyrirmyndin að Jules í skáldsögunni Jules et Jim eftir Henri Pierre Roche, en Francois Truffaut gerði fræga kvikmynd eftir henni.

Hessel kynntist hörmungum tuttugustu aldarinnar á eigin skinni. Hann sat í fangabúðunum Buchenwald og Dora, slapp naumlega við að verða hengdur, en tókst loks að flýja.

Á síðasta ári skrifaði Hessel ritgerð sem nefnist Indignez-vous – sem þýðir einfaldlega Hneykslist eða Verðið reið – hún hefur selst í meira en 600 þúsund eintökum. Þar segir hann að Frakkar þurfi að finna aftur réttláta reiði – líkt og á tíma andspyrnuhreyfingarinnar. Þeir þurfi að bregðast við alls kyns óréttlæti,  ójöfnuði, bilinu millri ríkra og fátækra, vondri meðferð á innflytjendum, umhverfisspjöllum, kúguninni sem Palestínumenn eru beittir  – sem hann segir að sé glæpur gegn mannkyninu – og niðurskurði í velferðarkerfinu.

Hessel boðar uppreisn – þó með friðsömum hætti – og sjálfur hefur hann staðið fyrir mótmælum í París og komið fram á ýmsum fundum þrátt fyrir háan aldur.

Hér má finna enska þýðingu á Indignez-vous.

7bf0372d69

Stéphane Hessel á fundi hjá Europe Écologie, stjórnmálahreyfingunni sem Eva Joly tilheyrir. Eva er til vinstri á myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?