fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Örlítið meira um forsetaembættið

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. janúar 2011 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaembættið er dæmi um þá miklu lausung sem er í íslenskri stjórnskipan.

Hverjum forseta er ætlað að finna inntak fyrir embættið – hann gengur ekki inni í mótað hlutverk eins og ætti að vera með svona embætti.

Það er varla til nein forskrift um hvernig forsetinn á að vera, hver handhafi embættisins fær að móta það eins og fara gerir.

Þannig höfum við haft fræðaforseta, ferðaforseta, útrásarforseta – og svo loks þrælpólitískan forseta.

Síðan verða haldnar forsetakosningar eftir óbreyttu fyrirkomulagi. Þá má gera ráð fyrir að einhverjir frambjóðendur vilji að embættið sé fyrst og fremst táknrænt, en aðrir vilji að það verði jafnvel ennþá pólitískara.

Svo verður kosið en í raun fæst ekki skorið úr málinu. Átakalínurnar  hafa reyndar verið til nokkuð lengi – hinn prúði Pétur Hafstein bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni og naut stuðnings þeirra afla sem vilja að forsetinn haldi sig til hlés.

Svo neitaði Ólafur Ragnar að skrifa undir fjölmiðlalögin og þá var deilt um þetta af mikilli hörku – en svo ruglaðist allt systemið þegar Ólafur neitaði að skrifa undir Icesave. Þá var líkt því að þeir sem fyrrum vildu að hann hefði synjunarvaldið vildu nú framvegis að forsetaembættið væri bara upp á punt – og öfugt, þeir sem áður hallmæltu Ólafi og valdasókn hans töldu nú að synjunarvaldið væri barasta hið besta mál.

Svona er nú prinsíppfestan í umræðunni á Íslandi. Nú finnst mér líklegt að fleiri hallist að því að forsetinn eigi að hafa einhver völd en áður – á tíma Vigdísar þótti það til dæmis mjög fráleitur möguleiki að hún beitti málskotsréttinum.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stjórnlagaþingið tekur á þessu.

Annars gæti farið svo að forsetakosningar á næsta ári yrðu líkt og barátta milli málskotssinna og þeirra sem vilja halda í eldri hefð forsetaembættisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?