Kári er búinn að setja upp svokallaða Kreppukrukku.
Sá sem minnist á kreppuna á heimilinu þarf að borga tuttugu krónur.
Hann bindur miklar vonir við þetta framtak, telur að safnist talsvert fé sem megi nota til nytsamlegra hluta.
Ég spurði hvort Silfur Egils mætti kannski vera undanþegið.
Hann svaraði:
„Pabbi, annars myndi ég verða milljónamæringur.“