DV birtir í dag furðulega frásögn af því hvernig íbúar sveitarfélags fyrir norðan steyptu sér í stórar skuldir til að gerast stofnfjáreigendur í sparisjóði.
Með fréttinni fylgir mynd af nokkrum mönnum sem léku sparisjóðakerfið grátt, Existabræðrum og Guðmundi Haukssyni.
Þettta minnir mann dálítið á frægt ævintýri um flautuleikarann í bænum Hameln í Þýskalandi.
Flautuleikarinn lék á pípu sína og laðaði burt börnin í bænum – þau fóru í humátt á eftir honum, beint til glötunar.
Elsta myndin sem þekkt er af flautuleikaranum í Hameln, frá 1592. Grimmsbræður skráðu söguna af flautuleikaranum, en skáldin Goethe og Robert Browning gerðu honum einnig skil.