fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Bandarísk stjórnmál í krísu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. janúar 2011 04:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég keypti tvær áhugaverðar bækur um stjórnmál í Bandaríkjunum – báðar heita þær dramatískum titlum og að sumu leyti kallast þær á.

Önnur nefnist Death of the Liberal Class og fjallar um hvernig þeir sem kallast liberals í Bandaríkjunum – það eru menntamenn sem hallast nokkuð til vinstri – hafa gengið í björg á síðustu árum. Hvernig þeir sætta sig við ofurvald auðhringa og fjármagnsins, samþykkja að óheyrilegum fjárhæðum sé dælt í banka, að vald sé stöðugt fært til Wall Street, að Bandaríkin séu í stöðugu stríðsástandi sem kemur fyrst og fremst hergagnaframleiðendum og stórkapítalistum til góða en þaggar í leið niður andófsraddir, hvernig þeir hafa látið af þeirri trú að nota skuli ríkið til að jafna kjörin og tækifæri til menntunar og aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Höfundurinn Chris Hedges er Pulitzer verðlaunahafi og honum liggur mikið á hjarta, hann er reiður, og hann er þeirrar skoðunar að alþýða í Bandaríkjunum hafi verið svikin – lýðræði í landinu sé bara til málamynda, auðstéttin hafi öll völd. En þeir sem ættu að gagnrýna þetta, sjá í gegnum bixið, þegi þunnu hljóði – með nokkrum undantekningum. Hann nefnir Noam Chomsky og Michael Hudson, hagfræðiprófessorinn sem hefur verið gestur í Silfri Egils. Hedges segir að vegna gagnrýni sinnar á auðræðið  hafi Hudson átt erfitt með að fá stöðu við háskóla.

Það er á þessum tíma að Teboðshreyfingin kemur upp og það er að sumu leyti skiljanlegt. Vandinn er sá að sýn hennar á þjóðfélagið er mjög bjöguð. Hún gengur út á drauma um að snúa aftur til ímyndaðrar Ameríku þar sem allir gátu treyst á sjálfa sig – voru sjálfs síns herrar – sem er varla að fara að gerast í flóknu nútímasamfélagi nema með ógurlegum harmkvælum. Þar grautast allt saman, visst andóf gegn auðræðinu, en líka andúð á innflytjendum, kristin trú, tilbeiðsla á þjóðfánanum og tortryggni gagnvart menntamönnum. Hreyfingin tjáir fyrst og fremst reiði – en síður lausnir – enda er skilningur hennar á auðræðinu og hernaðarsamfélaginu mjög ófullburða. Að nokkru leyti hafa auðvaldsöflin sjálf líka velþóknun á hreyfingunni og hatri hennar á til dæmis á sköttum og sjúkratryggingum.

Hin bókin fjallar um stjórnmálin á hinni hliðinni, á hægri vængnum. Hún heitir The Death of Conservatism og er eftir Sam Tanenhaus. Þar er fjallað um Repúblikanaflokkinn og þróun íhaldsstefnu innan hans. Tanenhaus segir að raunverulega íhaldsmenn sé varla að finna í Repúblikanaflokknum lengur, hann sé allur á valdi fólks sem hefur stórar og einstrengingslegar hugsjónir en ruglingsleg áform. Tanenhaus teflir saman forsetatíð repúblikanans Dwights Eisenhower, mikils raunsæismanns, og tíma George W. Bush sem hann segir að sé sá forseti Bandaríkjanna sem hafi verið hvað mest drifinn áfram af hugmyndafræði – nema hvað að hugmyndir hans séu alls ekki í anda íhaldsstefnu heldur byggist þær fyrst og fremst á andúð á ríkinu.

Tanenhaus lýsir eftir stjórnmálamönnum á hægri væng sem starfi í anda Edmunds Burke – eins helsta föður íhaldsstefnunnar. Burk var alls ekki móti þjóðfélagsbreytingum og ekki ríkinu heldur, en var talsmaður stöðugleika og hægfara stjórnmálaþróunar, enda var hann uppi á tíma frönsku stjórnarbyltingarinnar og taldi að hún væri af hinu illa.

Stjórnmálin í Bandaríkjunum eru vissulega mjög ruglingsleg, enda er þjóðin í djúpri kreppu, bæði efnahagslegri og andlegri. Forsetatíð Obamas hefur valdið vonbrigðum og hann hefur ekki getað staðið við sín stóru fyrirheit. Obama er augljóslega maður kerfisins, ólíkt því sem sumir töldu sér trú um. Hann gæti hins vegar vel náð endurkjöri, ekki síst vegna þess að Repúblikanaflokkurinn er á valdi fólks eins og Söruh Palin, Rush Limbaugh, Mikes Huckabee, Glenns Beck og Newt Gingrich er meira að segja kominn aftur með ásakanir um að Obama sé laumusósíalisti.

Bandaríkjamaður sem ég talaði við og starfar innan fjármálageirans nærri Wall Street er ekki sammála því. Hann segir að sumir Repúblikanar – til dæmis þeir sem búa á austurströndinni og hafa verið kallaðir patríarkar – séu nokkuð ánægðir með Obama og telji hann betri kost en æsingafólkið úr eigin flokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“