fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

VG, Ögmundur og málefnin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. janúar 2011 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alveg sammála Ögmundi að fjölmiðlar eiga að fjalla um málefni en ekki bara einblína á hina pólitísku baráttu.

Það hef ég líka gert – ég efast um að nokkur sjónvarpsþáttur á Íslandi fjalli jafn mikið um pólitísk málefni og Silfur Egils.

Þetta hef ég gert með bæði íslenskum og útlendum gestum.

Ég held ég hafi ekki verðskuldað það að Ögmundur kalli mig hrunverja – en tek fram að ég er alls ekki móðgaður yfir því. Ég er alveg sammála honum um opin og lýðræðisleg vinnubrögð.

Pistill Ögmundar helgast náttúrlega af hinni vandræðalegu stöðu sem er komin upp innan VG. Steininn tók úr um kvöldið þegar lauk þingflokksfundi hjá VG, fréttamönnum var svarað með hótfyndni og Ögmundur skammaði fréttakonu Sjónvarps fyrir að fjalla ekki um málefnin. En hvað gat hún sagt um málefnin þegar allt snerist um afsökunarbeiðni vegna orða þingflokksformannsins og alls konar fornemelsi – hjá þingmönnum sem svo vildu lítið við hana tala.

Og hvað varðar málefnin þá er margoft komið fram að Ásmundur Einar er andsnúinn ESB, að Lilja Mósesdóttir vill Alþjóða gjaldeyrissjóðinn burt og að þau Ásmundur, Lilja og Atli telja of langt gengið í niðurskurði í fjárlögunum sem þau treystu sér ekki til að samþykkja.

Þetta vita allir – og líka að innan flokksins geisar hörð barátta sem snýst ekki bara um þessi málefni heldur líka um völd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“