Það er ekki hægt að segja annað en að dómskerfið í Bretlandi virki hratt – að minnsta kosti í sumum tilvikum.´
Átján ára stúdent, Edward Wollard, sem tók þátt í mótmælum vegna hækkaðra námsgjalda í Lundúnum í nóvember var í dag dæmdur í þrjátíu og tveggja mánaða fangelsi.
Hann er dæmdur fyrir óspektir – en þó aðallega fyrir að hafa hent slökkvitæki af húsþakið. Það hefði getað hitt einhvern, en gerði það þó ekki.