Hér er brot úr bandarískum samtalsþætti á MSNBC undir stjórn Dylans Ratigan. Þarna eru Charles Ferguson, leikstjóri heimildarmyndarinnar The Inside Job, og prófessor William H. Black, að ræða um svikastarfsemi á Wall Street og þá staðreynd að kerfið þar fær að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist – og enginn af peningafurstunum þar þarf að svara til saka heldur er haldið áfram að dæla peningum í bankahítina.
Inside Job er kvikmynd sem ætti að sýna í sjónvarpi hér sem fyrst – William H. Black hefur tvívegis verið gestur í Silfri Egils.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=ffHFjlqIzKE&feature=related]