Það virðist hafa tekist afar vel með ráðningu forstjóra Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er maður með þekkingu og yfirsýn, hann talar þannig að mark er á honum tekið, er ekki bundinn af stjórnmála- eða byggðahagsmunum.
Hann hefur meðal annars starfað samkvæmt því að álfyrirtæki borgi of lágt orkuverð á Íslandi, að ekki sé ráðlegt að dæla allri orkunni í stóriðju og að nauðsynlegt sé að koma á virkari samkeppni um orkuna á Íslandi.
Það er svo furðulegt að þetta er eins og algjör nýung á Íslandi – að maður í þessari stöðu sé fagmaður fram í fingurgóma.
Það hefur nefnilega varla mátt í því sem einn maður kallaði „andverðleikasamfélag“.
Nú stendur fyrir dyrum ráðning forstjóra annars stórfyrirtækis í eigu opinbers aðila – Orkuveitu Reykjavíkur.
Þar eru sextíu umsækjendur og lag að ráða fagmann eftir þá löngu spillingar- og vanhæfnissögu sem er að baki.
Væri virkilega hressandi ef það tækist.