Þetta er falleg mynd af leikarahjónum sem nú eru bæði látin. Helgi Skúlason dó 1996, en Helga Bachmann síðasta föstudag.
Ég ólst eins og fleiri upp við list Helgu og Helga. Sá þau saman leika Fjalla-Eyvind og Höllu á stórbrotinn hátt þegar ég var drengur, sá Helgu leika Heddu Gabler og Helga í Ríkharði þriðja og svo í kvikmyndunum Hrafninn flýgur og Leiðsögumanninum.
Þau voru bæði frábærir listamenn – og ég naut þess einnig að eiga oft spjall við þau á förnum vegi í bænum.
En myndin á forsíðu Fálkans sýnir Helga og Helgu þegar þau voru ung og falleg að hefja glæsilegan listferil. Mér sýnist að blaðið sé frá 1961.