Þingflokksfundur Vinstri grænna á morgun er kynntur í fjölmiðlum eins og þar verði meiriháttar uppgjör.
Hallgrímur Helgason segir að farið sé að tala um fundinn eins og leik milli Barca og Real.
Það er samt ekki víst að þetta verði svona dramatískt. Ætli sé ekki líklegt að einhverjar þreifingar fari fram fyrir fundinn?
Ríkisstjórnin er að sönnu völt vegna sífelldra brotthlaupa órólegu deildarinnar í VG. En spurningin er alltaf – hver vill sitja uppi með að hafa fellt ríkisstjórnina á miðju kjörtímabili þegar nánast öruggt er að stjórnarflokkanna myndu bíða mjög erfiðar kosningar?
Einhvers konar málamiðlun eða frestur verður að teljast líklegri en uppgjör sem gæti beinlínis haft það í för með sér að Vinstri grænir klofni?