Ólafur Arnarson skrifar nokkuð beittan pistil um menn sem þekkja Bandaríkin frá stöðum eins og Plaza hótelinu í New York. Ólafur segir að það sé ekki á færi fátæklinga að búa þar.
Ég fór að gamni mínu á heimasíðu Plaza. Valdi af handahófi daginn 15. september. Ódýrasta gistingin þá nótt á Plaza kostar 1055 dollara með morgunverði eða um 130 þúsund krónur.
En það er líka hægt að fá dýrari gistingu. Herbergi upp í alveg 6000 dollara fyrir nóttina, það er sirka 750 þúsund krónur.