Þetta er kröftugur pistill hjá Írisi, þarna gerir hún orð Christopher Hitchens að sínum og segir að þeir sem bera ábyrgð á hruninu á Íslandi séu „lygarar, yfirgangsseggir, raggeitur og þjófar“.
Er ekki bara nokkuð til í því?
Var ekki logið um efnahagsástandið hér? Voru bankar ekki rændir innanífrá? Voru eigur almennings ekki settar í hendur vildarvina og klíkubræðra?
Og svo vill enginn kannast við að bera neina ábyrgð á þessu.