fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Sumarborgin Reykjavík

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. ágúst 2010 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við hjóluðum um hafnarsvæðið í Reykjavík í gær.

Þar er núorðið heilmikið líf. Fínir veitingastaðir sem hafa opnað hver af öðrum í gömlu verbúðunum. Drukkum kaffi á Café Haiti sem þangað er komið.

Nú er hægt að fara í gegnum gamla slippinn á leiðinni út á Granda. Leiðin liggur framhjá Sjóminjasafninu, skemmtilegasta safni sem ég hef komið á hér á landi. Mér skilst að í Slipphúsinu séu Valgeir Guðjónsson og Ásta búin að opna menningarhús.

Það talsvert af skipum í höfninni. Bátar og nokkrir togarar. Við fórum framhjá stóru skipi sem bar portúgalskan fána. Skipverjar voru úti við, nokkuð glaðværir, en skipið sjálft var frekar ryðgað.

Ég spurði hvað þeir væru að veiða, þeir virtust ekki mjög mæltir á ensku og sögðu:

„Red fish.“

Ekki veit ég hvaða fiskitegund það er.

Þessi hluti hafnarinnar er einstök blanda af atvinnulífi og skemmtilegu mannlífi. Um að gera að halda því þannig – að útgerðin hafi sinn stað og menningin og maturinn sitt pláss.

Út á Granda horfðum við svo á sólina setjast við Snæfellsjökul. Þegar hún var rétt að fara í djúpið sigldi skip fyrir hana – maður var ekki viss um nema það væri himinfley.

Reykjavík iðar af lífi þessa daganna, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Það er nánast mannmergð á Laugaveginum. Maður spyr sig hvernig þetta verður í vetur þegar túristarnir fara. Það verður allavega ekki sama lífið, og minna að gera í verslunum og veitingastöðum.

Kannski þó ekki eins og á sumardvalarstöðum erlendis þar sem allt lokar þegar gestirnir fara burt á veturna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt