Helmut Schmidt er grand old man í þýskri pólitík. Hann nýtur mikillar virðingar í Þýskalandi.
Hann var kanslari á árunum 1974-1982, lifir enn, 91 árs gamall. Hann er í raun síðasti stóri leiðtogi þýskra sósíaldemókrata.
Merkilegt er að Schmidt nýtur mun meira álits en Helmut Kohl sem kom á eftir honum og ríkti í sextán ár. Kohl lifði einhvern veginn sjálfan sig í pólitík.
Þegar þessi orð eru skrifuð er verið að sýna samtalsþátt á þýsku sjónvarpsstöðinni ARD þar sem Schmidt er meðal annars að ræða Bandaríkin, alþjóðapólitík og velferðarkerfið.
Gamli maðurinn er með öskubakka fyrir framan sig og reykir sígarettur í sjónvarpinu.