Ráðherradómur Árna Páls Árnasonar stendur mjög tæpt eftir að hann réð Runólf Ágústsson í embætti umboðsmanns skuldara.
Árni Páll segir að ráðningin sé ekki pólitík.
En, jú, það er hún víst – og í þokkabót er þetta vinaráðning.
Að því leyti minnir þetta á verstu mannaráðningar gamla tímans, eins og til dæmis þegar Baldur Guðlaugsson var settur sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytið.
Baldur var bæði vildarvinur og pólitískur samherji ráðandi afla.
Og þá var auðvitað spurt: Á hann að gjalda þess?