Það er mikið fjallað um Angelinu Jolie sem endranær – nýjasta mynd hennar, Salt, þykir víst nokkuð góð.
Ég hef verið að spyrja fólk hvort það muni ekki eftir því þegar Angelina bjó á Baldursgötunni, en menn kannast ekki við það.
Var mig að dreyma?
Eða kom hún ekki hingað til að leika í kvikmyndinni Lara Croft og bjó í litlu húsi sem bandarískur Íslandsvinur átti neðarlega á Baldursgötu?